Vikan varla byrjuð þegar hún er að klárast. Einn vinnudagur eftir sem er alltaf í styttri kantinum þannig að maður er farinn að huga að helginni. Ekkert djamm á föstudag því þá er bikarleikur hjá FAME. Hins vegar er bæði grill hjá Fame og partý um laugardagskvöldið þannig að af nógu er að taka. KB fékk þá frábæru hugmynd að skella sér við fyrsta tækifæri á Sólheima í Grímsnesi og sjá sýninguna sem Edda Björgvins hefur sett upp með íbúunum. Væri örugglega algjör snilld auk þess sem ég gæti heimsótt frænda minn sem er vistmaður þarna.
Skólinn byrjar ekki fyrr en 30. sem er algjör snilld. Við Atli ætlum að fljúga út 19. ef við verðum svo heppnir að ekki verði uppselt í ferðina. Fyrir tveimur dögum voru 20 sæti eftir í flugið en við megum ekki panta fyrr en með viku fyrirvara þ.a. við erum með hjartað í buxunum. Búnir að finna út að Inter spilar við Basel á San Siro á meðan við værum úti þ.a. við færum staðfest þangað. Kannski förum við e-ð á ströndina þótt ég þurfi það ekki enda náttúrulega brúnn að viðbættri tölvubrúnku sumarsins.
Annars er FAME leikur eftir klst og farið mitt rétt ókomið. Ef við töpum þarf ég að mæta í stuttbuxum í vinnuna í fyrramálið óháð veðrum og vindum. Engar áhyggjur. Við töpum ekki.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim