þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Kaffibrúsakallarnir eru svo mikil snilld:

"Varstu ekki farinn að hitta nýja konu"
"Jú, við vorum næstum búin að gifta okkur"
"Nú!, hvað klikkaði?"
"Fjölskyldan hennar var svo svakalega á móti okkur"
"Er það?"
"Já, sérstaklega maðurinn hennar og krakkarnir"

"Ætli Björn Bjarnason gæti ekki bara orðið góður utanríkisráðherra"
"Nei, hann kann ekkert í tungumálum. Einu sinni fórum við saman til Mallorca og hann fór á bar og reyndi að gera sig skiljanlegan. Þjónninn skyldi ekki neitt svo hann tók servéttu og teiknaði rauðvínsglas á servéttuna og þjónnin gat afgreitt hann með það. Þá kom svona skvísa inn á barinn, ekta seniorita og settist hjá honum og reyndi að tala við hann en hann skyldi ekkert. Þá tók hún upp servéttu og teiknaði hjónarúm á servéttuna"
"Hjónarúm?"
"Já og hann Björn er enn þann dag í dag að velta fyrir sér hvernig henni datt í hug að hann væri húsgagnasmiður"

Annars átti Atli afmæli í gær, fyrir korteri, þ.a. hann fær hamingjuóskir!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim