Útivinna í dag, algjör snilld. Fórum að bora rétt hjá Elliðárvatni og ég fékk minn fyrsta sólarskammt í sumar. Sumir eru náttúrulega náttúrulega brúnir eins og ég og þurfa því ekkert á neinni brúnku að halda en samt gaman að vera úti í góða veðrinu. Rafmagnsgirðingar úti um allt á svæðinu og félagi minn tók í mig og svo í girðinguna og ég fékk þokkalegt sjokk.
Sárvantaði örbylgjuloftnet til að geta fylgst með boltanum á Skjá einum í vetur. Fyrir þá sem ekki vita þá hef ég alla mína ævi aðeins haft aðgang að Rúv og síðustu ár hinni stórkostlegu stöð Omega. Ekki einu sinni haft hljóðið á sýn og stöð 2. Tékkaði á verðinu á þessu og er það góður 15000 kall en svo bauðst vinnufélagi minn til að gefa mér örbylgjuloftnetið sitt því hann þarf ekki á því að halda lengur. Algjör snilld og næsta verkefni að koma því upp fyrir Chelsea-Utd á sunnudaginn.
Við Atli erum bókaðir til Ítalíu í tvær vikur fimmtudaginn 19. Sólin er því vonandi rétt að byrja hjá okkur. Missi reyndar af fyrstu vikunni í skólanum en hey, what the fuck!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim