föstudagur, september 03, 2004

Kallinn kominn heim eftir virkilega vel heppnaða ferð. Sama hvert maður fer, maður veit alltaf að maður verður kominn aftur heim eftir e-a daga eða vikur, til langbesta lands sem a.m.k. ég hef kynnst ennþá. Rosalega væmið allt þetta, "elsku Ísland" e-ð en einfaldlega staðreynd. Helstu punktar úr ferðinni:

Bologna-Rimini-San Marino-Siena-Milano-Comovatn-Zurich-Liechtenstein-Innsbruck-Gardavatn-Bologna. Skemmtilegast var í Liechtenstein enda komumst við þar í fótbolta á helvíti fínum velli og það var ABBA show um kvöldið í miðbænum. Innsbruck var mjög falleg borg og síðan var virkilega fallegt við Comovatnið og Gardavatnið. Tókum líka tvær nætur á sveitahóteli í Appenínafjöllum þar sem við vorum með íbúð og elduðum flottan mat og chilluðum í sundlauginni og basically slöppuðum af. Fórum á Inter-Basel í Milano ásamt 60.000 öðrum. 4-1 fyrir Inter í þrælskemmtilegum leik. Bættum við heilmörgum bjórum í bjórsafnið okkar og ég lenti ekki í neinu veseni í þetta skiptið.
Ég las Da Vinci Code úti og er þetta einfaldlega langbesta bók sem ég hef lesið um ævina. Ekki það að ég hafi lesið margar en þessi slær allt út. Endalaust spennandi og þvílíkur fróðleikur sem gerði það að verkum að ég var límdur við bókina hvenær sem tækifæri gafst til.

Annars bara skólinn og læti í dag, helvíti gaman að hitta liðið aftur og svo er það 21 árs landsleikurinn á eftir niðrí Vík þar sem þrír Víkingar eru í byrjunarliðinu.