mánudagur, september 06, 2004

Maður er ennþá að jafna sig eftir tapið hjá landsliðinu á laugardaginn. Alltaf sama sagan. Fyrsti leikur í riðlinum á heimavelli gegn nokkuð sterku liði og þjóðin full bjartsýni eins og leikmennirnir eftir Ítalíu leikinn og svo skelfilegt tap. Þetta gerðist líka gegn Dönum og Skotum í síðustu tveimur undankeppnum. Árni Gautur tekur á sig a.m.k. þriðja markið en liðið fékk ekki færi í öllum leiknum og átti ekkert annað en tap skilið. Vonandi að þeir standi sig í Ungverjalandi á miðvikudaginn eins og um árið þegar Höddi Magg setti sigurmarkið í geðveikum baráttuleik.

Skólinn rétt byrjaður og skipulagning fyrir útskriftarferð í fullum gangi. Við Nielsen munum sjá um blaðið "Upp í vindinn" sem er einn aðalfjáröflunarleið okkar. Ég átta mig ekki ennþá á því að ég hafi fengið Nielsen með mér í þetta og reyndar enn síður að hann ætli sér að fara í ferðina. Svo er hann kominn aftur í Stjörnuna, alveg óútreiknanlegur þessa dagana. Það var allavegna heilmikið rætt og spekúlerað í dag og fullt af góðum hugmyndum um fjáröflunarleiðir.

Síðasti leikur hjá Fame þetta tímabilið er á morgun og lokahóf um helgina. Spurning um að vera e-ð aðeins rólegri á því en á laugardagskvöldið en sunnudaginn lá ég í rúminu fyrir framan sjónvarpið fram að kvöldmat og eina ástæðan fyrir því að ég yfirgaf rúmið þá var að það voru gestir.