sunnudagur, apríl 08, 2007

Nú berast fréttir af því að Óttar Völundarson (a.k.a. Miðjan) sé farinn að bjóða upp á leiðsögutúra í Boston undir heitinu "Center-Tours". Að hálfu leyti er Boston kynnt fyrir gestum en einnig leiðir Miðjan gestina í sannleikann um uppruna Miðjunnar og útskýrir hvers vegna oft er talað um hann sem "An Engineering Wonder of the Modern World".


Ekki hef ég verið svo heppinn að fara í þennan túr sem nýtur víst mikilla vinsælla en sameiginlegur vinur okkar Miðjunnar sendi mér þessa mynd sem var víst tekin rétt áður en hádegistúrinn á laugardaginn hófst. Laugardagstúrarnir eru þeir bestu samkvæmt Miðjunni því þá endar túrinn á því að Miðjan tekur gestina út á lífið og sýnir þeim hvernig á að "djamma" í Bustúnum.

6 Ummæli:

Þann 8:03 e.h. , Blogger Unknown sagði...

Ég get persónulega mælt með laugardagstúrunum. Mæli eindregið með þessu fyrir þá sem heimsækja Bostonborg. Túrinn sem slíkur réttlætir jafnvel heimsókn hingað í mekku körfuboltans...

 
Þann 10:09 e.h. , Blogger Ásdís sagði...

myndin var nú flottari í tölvunni þinni;)

 
Þann 8:28 e.h. , Blogger Tumi sagði...

Já, myndirnar eru alltaf flottastar í tölvunni minni ;)

 
Þann 4:07 f.h. , Blogger Marta Margr� sagði...

hahaha.... Þú ert snillingur gamli. Hvenær kemuru heim í sumar? Spurning um að smella í eina hljómsveigaræfingu... ;)

 
Þann 9:49 e.h. , Blogger Tumi sagði...

Óráðið hvort eða hvenær maður kemur heim í sumar en klárt mál að það verður tekin æfing ;)

 
Þann 11:53 e.h. , Blogger 5689 sagði...

zzzzz2018.7.28
saics running shoes
ed hardy clothing
giuseppe zanotti sneakers
moncler jackets
jordans
ralph lauren outlet
polo ralph lauren
kate spade outlet online
oakley sunglasses wholesale
nike presto

 

Skrifa ummæli

<< Heim