fimmtudagur, mars 08, 2007

Þá er maður kominn aftur frá Vegas heill á húfi og í plús. Reyndar ekki í plús eftir ferðina þar sem ýmislegt kostaði nú dágóðan skildinginn (e. dollarann) en ég gekk frá spilaborðinu $20 í plús. Spilatíminn var um þrjár mínútur, spiluð 4 spil af blackjack og þá var bara nóg komið enda ekki mikill gamblari á ferð. Reyndar var maður hálfatvinnumaður í HHÍ spilakössunum í gamla daga en ég læt nú vera að maður hafi komið út í plús þar.




Ýmislegt var brallað í Vegas. Fórum á píanóbarinn á Times Square í "New York", fórum á troðfullan næturklúbbinn "Ghost Bar" á 55 hæð í Palms hótelinu þar sem ein gellan gerðist heldur aðgangshörð og sagðist kenna "sexual education", fórum á bítlashow og tjilluðum á strippinu. Síðasta daginn fórum við svo og skoðuðum Hoover Dam í 25 stiga hita þar sem unnið var í base taninu sem aldrei fyrr.

Stíflan var byggð í kreppunni og þykir mikið afrek á sviði verkfræði.


Stíflan er um 200 m á hæð og um 100 manns dóu við byggingu hennar.

Annars er maður búinn að fjárfesta í digital píanói sem maður spilar á við hvert tækifæri eða þegar Atli er ekki að spila afmælislagið, gamla nóa og ég veit ekki hvað og hvað. Algjör snilld að vera kominn með hljóðfæri inn á heimilið og smám saman bætast lög á playlistann. Nýjasta lagið er "Don't stop me know" og spurning hvort maður hætti ekki bara á toppnum eftir þann slagara.
Annars er ég alltaf að reyna að láta mér detta í hug slagara til að picka upp og eru allar hugmyndir vel þegnar.


7 Ummæli:

Þann 12:39 f.h. , Blogger Sí-Atli sagði...

Núúh
bara túrbófærsla!

 
Þann 6:49 f.h. , Blogger G-Sus sagði...

Búinn að mastera 'Kiss from a Rose'?

 
Þann 11:39 f.h. , Blogger Tumi sagði...

I'm on it G-SUS

 
Þann 6:13 e.h. , Blogger Unknown sagði...

tökum dúett á lagið Hótel Kalífornía (þó ekki eftir Red Hot Chili Peppers)....

Gretzky

 
Þann 9:22 f.h. , Blogger Hrabba sagði...

finnst eins og þú hafir gleymt einu veigarmiklu atriði úr þessari ferð ... semi-handtaka vegna perraskaps!!!

;)
H

 
Þann 2:45 e.h. , Blogger Bjarni sagði...

Blessaður Bjarni hérna

Sá að þú varst að fá þér Digital Piano. Ég fjárfesti í svona grip fyrir ekki svo löngu síðan. Þessi tæki eru algjör snilld, mjög gott að geta glammrað alveg eins og maður getur án þess að trufla nokkurn. Samt er ég nú hálf skúffaður fyrir þína hönd því ég sé að þú hefur ekki fengið þér fagurrautt Clavia NordStage. Þú kaupir þér það bara næst. www.clavia.se

kv. Bjarni, Ingunn og Tómas Bogi

 
Þann 11:46 e.h. , Blogger 5689 sagði...

zzzzz2018.7.28
michael kors outlet
oakley sunglasses
bottega veneta
longchamp handbags
ralph lauren uk
ugg boots on sale 70% off
ugg boots clearance
canada goose outlet
golden goose shoes
ralph lauren uk

 

Skrifa ummæli

<< Heim