laugardagur, febrúar 03, 2007

Laugardagskvöld og annað kvöldið í röð er setið fyrir framan kassann. Er eitthvað slappur sem hefur komið í veg fyrir vitleysu þessa helgina. Svo sem ágætt að slappa af annað slagið og hittir vel á að maður er nýkominn með HBO on Demand sem hefur meðal annars að geyma "Extras" þættina með Ricky Gervais. Kannski ekki í Office klassa en fyndnir þættir engu að síður. Reikningurinn upp á 161$ fyrir næsta mánuð hefur samt gert það að verkum að það verður lokað fyrir þessa þjónustu á morgun enda var henni bara komið á laggirnar til að fá nauðsynlegan búnað til að ná "Fox Soccer Channel" inn á heimilið.

Undirritaður situr í lazy-boy-num þegar þetta er ritað

Annars er stór dagur á morgun. Spurs-Utd í morgunsárið og svo Sporting FC vs Belltown Rangers kl 11. Svo tekur við Super Bowl dagur sem er þó ekki jafn spennandi og í fyrra þegar Seahawks voru í essinu sínu. Svo á Hr. Levy afmæli þó svo hann sé nú ekki að missa sig af spenningi enda lái honum hver sem vill þar sem hann færirst nær ellimörkum með hverju árinu.

Útsýnið úr íbúðinni á fallegu síðdegi

Búinn að fylgjast mikið með landsliðinu í Þýskalandi enda hægt að horfa á leikina á netinu sem er snilld og þar að auki ókeypis. Reyndar hef ég aðeins séð tapleiki sem er frekar dapurt og reyndar finnst mér fólk svolítið vera að missa sig yfir frammistöðu liðsins. Frakkaleikurinn var auðvitað snilld en fyrir utan hann þá mörðum við sigur á Slóvenum og Túnis. Danaleikurinn var hörkuleikur en við hefðum svo auðveldlega getað unnið hann. Við fáum á okkur 35 mörk að meðaltali í leik sem er fáránlega mikið. Við höfum auðvitað oft staðið okkur verr en samt sem áður er þetta ekkert til að missa sig yfir.

Nýi Olympic Sculpture Park downtown Seattle

Annars er fínt að frétta. Lífið gengur sinn vanagang, á fætur kl 6:30 og kominn heim um 6 leytið að kvöldi. Fólkið á stofunni er fínt og gaman að vera staðsettur í hjarta miðborgarinnar. Mary Frances lærir íslensku baki brottnu og í kvöld er það víst "Ég, Við, Hann, Hún, Þau.....". Atli stefnir á brottför frá Seattle upp úr miðjum mánuðinum og vonandi að hann nái að klára eina thesis eða svo fyrir þann tíma. Við erum ósigraðir í fótboltanum og vonandi breytist það ekki á morgun.

Langþráð myndasíða er komin á laggirnar en ég held ég láti nægja að henda inn þeim myndum sem ég tek héðan í frá. Eitthvað af myndum er komið inn.

4 Ummæli:

Þann 2:48 f.h. , Blogger Gunnhildur sagði...

Flott íbúð! (ekki við öðru svosem að búast...)

 
Þann 11:00 f.h. , Blogger G-Sus sagði...

Ég var að skoða myndirnar hjá þér og mér er spurn, hvar er pool herbergið? Er það á milli eldhússins og stofunnar?
Ertu ekki að djóka með þessa íbúð!? Hún lítur allavega fáránlega vel út á myndum.

Nú er bara næsta skref að hætta þessu verkfræðirugli, fara að læra til geðlæknis og sækja um á næstu útvarpsstöð. You know the rest ;)

 
Þann 2:38 e.h. , Blogger baldvine sagði...

Hressandi leikur hjá okkar mönnum í ManU. Annars er ég langt frá því að vera hrifinn af Ronaldo, þótt skæður sé. Sannast að segja fyrirgef ég honum seint að segja að hann sé sennilega "besta sjöa" sem hefur spilað fyrir félagið.

!!!Er hann ekki að taka kónginn sjálfan með í reikningunum??? Cantona, sem var dýrkaður á leikvangi draumanna? Svo var Robson einnig í miklum metum. En þessir menn höfðu ekki eingöngu hæfileika heldur töfrandi persónuleika, og þá sér í lagi Cantona, sem verður seint sagt um greyið Ronaldo.

 
Þann 6:55 e.h. , Blogger Tumi sagði...

Það er bara spilaður vasa billjard hérna þ.a. pool borð er óþarft G-Sus.

Já, kannski fullgrobbinn að segja sig vera bestu 7-una. Auk Cantona og Robson lék George nokkur Best með þetta númer á bakinu.

 

Skrifa ummæli

<< Heim