mánudagur, desember 18, 2006

Jæja, þá er maður kominn að ákveðnum tímamótum. Skólinn búinn og maður á leiðinni út á vinnumarkaðinn. Fékk einmitt vinnuleyfið mitt í dag þannig að þetta virðist allt ætla að ganga upp eins og maður vonaðist til. Strax búið að láta mann vita af "Holiday Party" þann 20. janúar þar sem þemað er 007. Maður þarf strax að fara að pæla í því hvernig maður klæðir sig upp fyrir þann fagnað.

Frá vinstri: Mike, Danya, Brandon, Claudio

Fór í tvö próf seinasta daginn og eftir það síðara fórum ég með nokkrum góðum félögum í hádegismat á Schultze's á Ave-inu og fögnuðum próflokunum.
Eftir matinn skellti ég mér svo í hlý föt og dreif mig að hitta Miguel félaga minn en nú átti loksins að sjá Seahawks leik en andstæðingarnir voru 49'ers. Það var spáð stormi þetta kvöld en þeir eru venjulega frekar dramatískir Bandaríkjamenn þegar kemur að veðrinu kippti ég mér lítið upp við það. Svo fór að leiknum var frestað um 15 mínútur vegna mestu rigningar sem ég hef nokkurn tímann lent í. Leikurinn var svo sem ekkert spes þar sem Seahawks voru hrikalega slappir og töpuðu fyrir 49'ers en þetta var allavegna the Total Experience. Við sátum í "The Hawksnest" sem er fyrir aftan annað "End Zone-ið" og heitustu stuðningsmennirnir eru. Því var ekki um annað að ræða en að öskra úr sér lungun til að falla inní hópinn.


Eftir leikinn mætti Atli með föt til skiptanna og Radford félaganna Grétar og Ingimar og var haldið á 88 keys píanóbarinn. Þar voru raddböndin þaninn þar til staðurinn var nánast tómur en ekki tengi ég það við sönghæfileika okkar. Mary Frances mætti seinna um kvöldið og alveg merkilegt hvað hún sættir sig við mikla vitleysu af minni hálfu. Grétar átti í mestu vandræðum með klappstýrurnar sem létu hann ekki í friði. Hápunkturinn var svo þegar "Runaway Train" með Soul Asylum var tekið enda þvílíkur slagari á ferðinni.


Á leiðinni heim af 88 keys sáum við svo ruslatunnur, laufblöð og greinar úti um allt á götunum en það var ekki fyrr en daginn eftir að við áttuðum okkur á því að stormviðvörunin var ekkert grín. Nokkur hverfi í kringum okkur voru rafmagnslaus í yfir 15 tíma og við misstum netið í 3 daga. Þrír létust og yfir milljón manns voru rafmagnslaus í fylkinu. Úti um allt voru risatré sem höfðu brotnað og alveg ótrúlegt að sjá þetta. Sérstaklega var skrýtið að keyra um kvöldið úr okkar hverfi þar sem allt var upplýst yfir í það næsta þar sem allt var svart.

Þetta tré varð á leið minni frá Mary Frances upp á Saxe

7 Ummæli:

Þann 10:58 f.h. , Blogger baldvine sagði...

Þú þarft að sjálfsögðu að vera í smóking í 007-teitinu. Veit ekki alveg hvort þú átt að vera með byssu á þér, en það ætti kannski ekki að vera mikið mál að redda henni (stofnar kannski reikning í einhverjum bankanum). Til lukku með hvernig málin eru að þróast :D

 
Þann 11:00 f.h. , Blogger baldvine sagði...

Ps. hvað varð um tenglana og fleira á síðunni? Eitthvað er þetta fátæklegt eftir breytingar.

 
Þann 5:19 e.h. , Blogger Tumi sagði...

Já, þetta nýja look er eiginlega sökum klúðurs hjá mér þar sem mér tókst líka að tapa öllum tenglunum mínum. Er að vinna í því koma upp lista aftur.

 
Þann 6:02 e.h. , Blogger Mef sagði...

Glad to see you fixed your blog...it looks great!

How did your cookies turn out?

 
Þann 2:19 f.h. , Blogger Tumi sagði...

hmm pretty girl...
We just might pick up this conversation tomorrow over the phone or in person ;)

 
Þann 10:15 f.h. , Blogger Mef sagði...

It was 2:19am when you wrote that last suggestive and slightly raunchy comment...had you been drinking my handsome man !?

Can't wait to try those cookies : )

 
Þann 11:23 e.h. , Blogger Valla sagði...

Til hamingju með master og vinnu

 

Skrifa ummæli

<< Heim