mánudagur, október 09, 2006

Ný vika hafin og ég var töluvert fyrr á ferðinni þennan mánudaginn en þá á undan. Ástæðan, mæting í Yoga kl 06:45 niður í IMA-líkamsræktaraðstöðu University of Washington. Nú á sko að stíga stórt skref í að auka liðleika þ.a. fólk hætti að horfa á mig undarlegum augum þegar ég er að hlaupa eða setjast inní bíl. Það verður sem sagt vakning á slaginu 06 á mánu-, miðviku- og föstudögum og hjólað í kolamyrkri niður eftir. Ekki nóg með að taka á yogað með trompi heldur skráði ég mig líka í Pilates tvisvar í viku, s.s. hina virku dagana. Sem betur fer eru þeir tímar ekki fyrr en kl 11 þ.a. maður leyfir sér kannski þann munað að sofa til 07 þá daga.


Kennarinn fór í þessar basic æfingar eins og þessa að ofan og þetta virðist ætla að verða lítið mál fyrir stirða manninn. Mestu vonbrigðin voru þó að eitthvað var minna af gellum þarna en ég hafði ætlað þ.a. ekki verða það þær draga mann þangað niður eftir.

Craigslist er merkileg síða þar sem fólk kaupir og selur allt milli himins og jarðar. Þar eyði ég ótrúlega miklum tíma í hverri viku. Þar leita ég að Seahawks miðum, skoða íbúðir til að leigja frá og með janúar, píanó/hljómborð til að kaupa, Whistler húsnæði í jólafríinu og svo miða á Roger Waters tónleikana sem ég fæ í hendur frá e-um gaur e. 5 mínútur.


Annars skólinn kominn á fullt og ég farinn að rifja upp gömul og góð kynni við Matlab. Varla að maður hafi tíma fyrir skólann þegar maður er í fullri vinnu í yoga, pilates, fótbolta, horfa á fótbolta, fara á tónleika og skoða craigslist.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim