
Besti knattspyrnumaður allra tíma að mínu mati. Efast um að jafn alhliða leikmaður og hann er komi fram á næstu árum. Vald á boltanum, tækni, yfirferð og yfirnáttúruleg sendingargeta eru meðal þess sem gera það að verkum að það er frábært að horfa á hann spila. Verðlaunaskápurinn er stútfullur og þar væri einn gullpeningur í viðbót hefði skallinn hjá honum endað í markinu eins og átti auðvitað að gerast.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim