Hálsbólginn Tumi heilsar. Síðustu vikur hafa verið helvíti nettar. Sólin hefur skinið og Saxe-liðar hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að njóta veðursins. Ýmist er grillað, spilaður fótbolti, frisbídiskum þeytt, farið á útileikhús eða spilaður softball. Lítið hefur farið fyrir hinni umtöluðu rigningu og er ekkert nema gott um það að segja.
Hitti íslenska konsúlinn Jón Marvin um daginn þegar við fórum og kusum í borgarstjórnarkosningunum. Enduðum á því að verja með honum 3 tímum í Ballard þar sem við hittum fleira norrænt fólk af eldri skólanum og snæddum geitaost, hinn besta í veröldinni skv. konsúlnum. Því miður hafði skólafólkið ekki tíma til að kíkja með Jóni niður á höfn til að skoða skútuna hans sem liggur þar við akkeri en það bíður betri tíma.
Við Mary Frances fórum ásamt Ásdísi, Kyle, Mike og Oliver í Volunteer Park og sáum gamanútgáfu af Hamlet í útileikhúsi.
"The international Ginger club" var stofnaður við mikla viðhöfn hjá Bob í gær. Bob er 70+ gaur sem leigir herbergin í húsinu sínu til alþjóðlegra stúdenta. Ásgeir og Óli fengu kostaboð í haust þegar Bob tjáði þeim að kjallaraherbergið sem væri við hliðina á sínu herbergi stæði enn til boða. Þeir drengir naga sig enn í handabökin eftir að hafa fúlsað við boðinu. Bob hefur verið gerður heiðursfélagi félagsins en Englendingurinn Ethel var kosinn formaður og Atli nokkur Levy var gerður að ímynd félgagins. Fólk má eiga von á að sjá myndir af Atlanum í fjölmiðlum hér vestanhafs á næstunni.
1 Ummæli:
zzzzz2018.7.28
ralph lauren outlet
kate spade outlet
red bottom
christian louboutin shoes
christian louboutin sale
mulberry uk
pandora
nike shoes for men
nhl jerseys wholesale
canada goose jackets
Skrifa ummæli
<< Heim