þriðjudagur, janúar 31, 2006

Tímabundnum er bent á að þessi færsla er með þeim lengstu í sögu síðunnar og ekki allra að verja tíma sínum í lestur svona vitleysu

Janúar liðinn með ótrúlegum hraða. Áramótaheit hefur verið efnt vel hingað til. Ég er vel á veg kominn með fyrstu bók ársins og msn og netnotkun yfir höfuð hefur verið mjög lítil það sem af er ári. Enda eins gott því þessi önn er töluvert strembnari en sú síðasta.

Búinn að gera nóg af hlutum þennan fyrsta mánuð ársins. Búinn að blogga um e-ð af þessu en annars eru myndir hér að neðan frá sumum þessara atburða og fylgitexti.

Frábært að sjá hvað íslenska landsliðið er að gera góða hluti á EM. Hef séð voða lítið en fylgdist með Rússa leiknum á textavarpinu þegar ég vaknaði í morgun og var þvílíkt spenntur; svo spenntur að ég fattaði ekki að hlusta á lýsinguna á Rás2. Það geri ég hins vegar í fyrramálið þegar leikið verður við Króata. Snorri Steinn hefur að því sem ég hef lesið farið á kostum og svo eru auðvitað hetjur eins og Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson sem klikka aldrei. Leiðinlegt að Petersson er farinn heim en Hallgrímsson Jr. kemur sterkur inn í staðinn. Undanúrslit á ÓL 92, 16 liða úrslitin á HM 95, leikurinn sem við unnum upp um árið á e-u stórmótinu og svo klúðraði Valdi Gríms úr hraðupphlaupi í lokin. Nú er búið að hefna fyrir þessi sáru töp, allavegna líður manni þannig.

Mikið lært um þessar mundir enda byrjar Febrúar með látum. Skíði á laugardaginn, leikur með Sporting og svo Superbowl á sunnudag þar sem Seattle Seahawks eru í úrslitum þ.a. þessi helgi verður algjört yndi. Svo byrja midterms í vikunni á eftir og eru þrjú slík á dagskrá. Svo erum við að hamast í hönnun á Bitanum í "Big Beam" compisition þ.a. e-r nætur eiga eftir að fara í að klára hönnunina og byggja bitann. Svo er skipulagning fyrir "Heimsókn Aldarinnar" í fullum gangi. Í lok mars kemur nefnilega öll fjölskyldan, blásarakvintettinn auk föðurbróður og frúr í heimsókn. Slíkan heiður verður að launa með markvissri skipulagningu þ.a. allir fái e-ð fyrir sinn snúð þó svo að maður verði sjálfur á fullu í skólanum eftir sem oftar. Inn í þennan pakka kemur svo 4 daga ferð til Denver á Fulbright ráðstefnu. Ekki að undra að e-ir séu ráðvilltir eftir að hafa lesið þetta en þá eruð þið á sama stað og ég.



Heimsókn í Concrete Tech verksmiðjuna þar sem Geiri fór á kostum í fíflalátum að vanda.


Coldplay tónleikar í Key Arena. Magnað kvöld þar sem Chris Martin og félagar fóru á kostum. Vöktu lukku þegar þeir spurðu salinn hvort e-r gæti sagt þeim hvar væri hægt að fá kaffi í Seattle og ennfrekar þegar þeir vildu fá að vita hverjir væru í úrslitum Superbowl í ár. Tóku alla slagarana auk tribute til Johnny Cash þar sem þeir tóku tvö acoustic lög, Reign of Fire og e-ð annað.

Eitt af mörgum partýum janúarmánaðar. Þó fólk sé komið í mastersnám þýðir það ekki að það er hægt að haga sér eins og fífl.


Öllu formlegra matarboð hjá Chileska snillingnum Claudio og frú hans Lisu. BBQ eins og þau gerast best og gaman að prófa ýmsa chileska siði. Snillingurinn er fyrir miðju á myndinni og frúin á hans hægri hönd.


Structures meistararnir Andy og Jeff láta sig ekki vanta á djammið.



Buðum Dan, Alan, Hiro og Geira í íslenskan hátíðarmat. Hangikjöt, jafningur, ora baunir og rauðkál, graflax með tilheyrandi sósu var á borðum og snæddu allir með bestu lyst.

Meistari Jónas kíkti svo í rigninguna um síðustu helgi og keppti í sjöþraut. Náði tveimur góðum vídeóum af honum fyrir þá sem hafa þokkalega tengingu.

Vídeó1 Vídeó2