þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Þakkagjörðarhátíðin var haldin hátíðleg á fimmtudaginn. Undirritaður sótti Davidson fjölskylduna heim í Tacoma borg sem er heimabær leyniskyttana sem drituðu niður fólk í Washington úr bifreið sinni fyrir 2 árum. Þar fór líka e-r gaur inni í Tacoma Mall um daginn með byssu og skaut að e-u fólki en held að enginn hafi dáið. Anyhow, þá var þetta nokkurn veginn eins og ég hafði reiknað með. Stórfjölskyldan mætt á svæðið með uncle Ed og uncle Mike fremsta í flokki. Ed vissi allt um NBA og háskólaboltann og var helvíti ánægður með að ég vissi sitthvað um boltann. Mike var svo samkynhneigður flugþjónn sem reytti af sér brandarana. Mjög liberal fjölskylda því enginn var að stressa sig á neinu sem hann sagði. Eftir matinn var farið í ýmsa leiki og einn þeirra var "Scattagories". Þá þarf maður að rita niður allskonar hluti sem byrja á sama stafnum. Allavegna, þegar "W" kom upp þá var Mike alveg með á hreinu "what could be found in your appartment". Svarið var einfalt, "Wet Men". Þarna orguðu allir af hlátri.
Vorum þarna yfir nótt og seinni daginn var legið í leti. Festist í hverju Sudoku spilinu á fætur öðru og svo fórum við í dýragarðinn um kvöldið sem var upplýstur með jólaljósum, mjög flott. Þaðan var haldið á bbq stað þar sem mér leið í fyrsta skipti eins og alvöru Kana. Endalaust af mat borið fram og fólk át og át og át og át og þótt nóg væri af mat á borðinu var alltaf haft áhyggjur ef e-r tegund var að klárast etc. Ég kom sterkur inn og slátraði hverju Rib-inu á fætur öðru og sleikti á mér puttana eins og ég hefði aldrei séð hnífapör.

Við strákanir skelltum okkur í bæinn á laugardagskvöldið og var tekið nokkuð vel á því. Gunni setti alla sína orku í að finna hentugt karaoke lag í þykkustu karaoke bók norðan miðbaugs. Því miður fór öll orkan í lagavalið og ekki var stigið á stokk í þetta skiptið.

Kári og Gunni einbeitir en kunnuleg pósa hjá Levy.


Niðurtalning fyrir heimkomu er hafin. Lengsta jólafrí í áraraðir er framundan. Hvað á maður að gera af sér í slabbinu 13. -23. des? Undanfarin mörg mörg ár hefur maður setið sveittur yfir bókum fram að jólum og óskað þess að maður væri löngu kominn í jólafrí. Nú veit maður ekkert hvað maður á að gera við allan þennan tíma. Er alvarlega að spá í að taka 1-2 daga á snjóbretti í bláfjöllum ef veður leyfir. Svo verður píanóið eflaust töluvert hamrað auk þess sem maður á ansi marga leiki inni í enska boltanum þetta árið. Og ætli maður geti ekki aðstoðað við bakstur og jólakortaskrif eins og einu sinni.

Annars er næst síðasta vikan af skólanum hafin og heimadæmi sem þarf að tækla. Gaman væri að vita ef e-r heima á klakanum klárar prófin snemma eða verður í fríi í 13-20 des. Væri gaman að bralla e-ð skemmtilegt.


Ætlaði að birta tribute mynd af Keane á blogginu en hlutirnir gerast hratt.