laugardagur, október 29, 2005

Það vill oft verða þannig að þegar væntingarnar eru miklar að þá verður maður fyrir vonbrigðum. Það gerðist svo sannarlega ekki á tónleikum Foozer á miðvikudaginn var. Mættum um kl 20 og þá var upphitunarbandið Hot Hot Heat að klára sitt show. Svo tók við gríðarleg spenna í 15 mínútur eftir að meistararnir stigu á svið. Svo voru ljósin slökkt og spilaður bútur úr laginu "When you wish upon a star" úr Pinocchio sem ég veit ekki hvort hefur einhverja þýðingu fyrir Weezer. Anyhow, þá heyrðist gítarsóló og það var auðvitað byrjunin á "My name is Jonas" sem er nú það sem fólk heyrir iðulega fyrst þegar bláa blatan er sett í tækið. Allt varð vitlaust.
Þeir tóku hvern slagarann á fætur öðrum og í lokin höfðu þeir spilað öll lögin sem ég vildi helst heyra. Ég reiknaði með að hvort band myndi spila svona 8-10 lög en raunin varð sú að hvort band spilaði í 1,5 tíma þvílíkt prógramm. Alveg ólýsanlegt að heyra loksins "say it ain't so" og "Buddy Holly" og ekki var stemmningin minni þegar byrjunin á "El Scorcho" ómaði. Svo voru náttúrulega þvílíkir sing along eins og "Hash pipe", "We are all on drugs", "Beverly hills" o.fl.



Ekki var nóg með að þeir spiluðu öll þessi lög heldur krydduðu þeir upp á ýmsu. Eins og þegar trommarinn, sem var í íþróttabuxum b.t.w. , tók gítarinn og söng "photograph" minnir mig og allt í einu var hann einn með gítarinn og hinir þrír allir á trommum. Svo skiptu þeir yfir í "song 2" sem Blur "stal" frá Botnleðju á sínum tíma sem var helvíti flott. Eftir það þökkuðu þeir fyrir sig og allir héldu að þeirra hluta væri lokið. En eftir gríðarleg fagnaðarlæti kviknaði allt í einu eitt ljós í hinum enda salarins og þar stóð Rivers á palli með acoustic gítar og söng "Island in the Sun". Sögðust þeir ætla að taka nokkur lög í viðbót og vildu þeir fá e-n úr salnum til að spila acoustic í "Sweater Song" sem er lag sem Buff nokkuð Guðmundsson hefur löngum haft mikið dálæti á. Var Johnny nokkur dreginn úr crowdinu og fékk once in a livetime tækifæri með bandinu. Hann klúðraði því ekki og stóð sig fantavel. Svo lauk show-inu á Buddy Holly.



Þarna leið mér eins og tónleikarnir væru í raun búnir þar sem við vorum búin að vera þarna í 2 tíma sem er temmilegt. Reyndar hefði verið svakalegt statement að fara bara úr Key Arena eftir Weezer og gefa skít í Grohl og félaga en sem betur fer er ég ekki algjört fífl. Showið hjá Foo var auðvitað miklu rokkaðra þannig séð enda tónlistin bara þannig. Grohl massasvalur en það verður eiginlega að segjast að trommarinn hafi stolið senunni en hann var svaðalegur. Þeir tóku flest lögin sem ég þekki, "my hero", "break out", "learn to fly", "times like these" og helling í viðbót.

Niðurstaðan er a.m.k. sú að tónleikar Foozer í Key Arena þann 26. október 2005 hafa náð 1. sæti á lista Kolby's yfir bestu tónleikana sem hann hefur sótt. Coldplay í höllinni í desember 2003 falla í annað sætið og gætu farið neðar ef Stones og Tommy Lee standa sig á sunnudaginn.

Fyrir utan Foozer er þetta helst í fréttum:

-Við Geiri fórum á David Gray tónleikana sem voru massagóðir og afslappandi. Allir slagararnir utan "be mine" spilaðir og topptónleikar í alla staði.

-Kokteilboð Valle styrkþega var haldið á mánudaginn og var nóg af snittum og víni ofan í liðið. Allir mættu í sínu fínasta pússi nema Atli sem ákvað að taka "celeb-ið" á þetta og sleppti því að mæta. Minnisleysi að eigin sögn en við vitum betur.

Óli og Geiri létu sig ekki vanta í kokteilinn. Geiri klæðist ítölskum jakka en Óli klæðist jakka frá Amerígunna.

-Sporting FC, nýja liðið okkar Atla, sigraði sinn fyrsta leik á tímabilinu síðastliðinn sunnudag þar sem Levy stimplaði sig vel inn og setti þrennu í fyrri hálfleik.

-Fyrsta ferð mín í Nálina (e. Space Needle) var í gær og var snæddur gómsætur kvöldverður í góðum félagsskap.

Annars er ég búinn að henda inn linkum á þá Seattle snillinga sem stunda fréttamennsku frá borg rigningarinnar og eru þeir hér neðst til vinstri. Sumir eru með myndasíður og aldrei að vita nema ég bætist í þann hóp áður en langt um líður.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim