mánudagur, október 17, 2005

Ekki svo mikið í fréttum frá Seattle í þetta skiptið. Við Levy fórum reyndar á Sheryl Crow tónleika í gær sem voru nokkuð nettir. Spilaði helling af nýju efni sem var svona í rólegri kantinum þ.a. það var mjög notalegt að lygna aftur augunum enda er ég bestur í því. Svo slúttaði kvendið tónleikunum með slögurunum. "A change would do you good", "Everyday is a winding road", "If it makes you happy", "Soak up the sun" og svo auðvitað slagarann "All I wanna do" sem var uppáhaldslagið mitt þegar ég var c.a. 13 ára. Kom fram í flottum hvítum kjól en skipti yfir í hefðbundnari föt í uppklappinu og rokkaði vel í lokin.


Stærstu fréttirnar hérna eru þó kannsi þær að ég, stirðasti maður á Íslandi dreif mig í yoga-tíma. Það er e-ð Yoga Center hinum megin við götuna frá okkur og í gær var frír tími. Við Levy mættum þarna í fótboltabolunum okkar og átti sko að teygja á lúnum löppum. Það var og gert en e-ð er ég samt ekki að fara í framhald af þessu. Geiri mætir þessa dagana í Pilates sem er víst kjörið fyrir ljósastaura á borð við mig þ.a. það gæti verið málið frá og með áramótum.


Gaman að segja frá því líka að okkur Levy hefur verið boðið í hefðbundinn Thanksgiving kvöldverð hjá góðvinkonu minni. Helvíti spennandi enda vill maður umfram allt upplifa svona ekta ameríska siði með local búum. Maður er farinn að finna ilminn af kalkúnum, trönuberjasósunni, pumpkin pie og hvað þetta heitir allt.

Að lokum gengur mér afar illa að ákveða mig hvort ég eigi að henda mér heim um jólin eður ei. 70 þús kall og bullandi tímaviðsnúningur fyrir tvær eðalvikur með fjölskyldu og vinum eða á maður að skella sér á U2 í Portland á uppsprengdu verði og chilla á Hawaii eða Flórída um jólin. Ásamt miðum á Rolling Stones eftir 10 daga er þetta mitt mesta umhugsunarefni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim