miðvikudagur, mars 16, 2005

Gettu betur í sjónvarpinu áðan og fylgdist ég spenntur með enda Steina Vala líkleg til að eiga þá og þegar. Allavegna það sem fær mig til að setjast við skriftir eru kveðjurnar sem lið eru farin að senda sín á milli eftir keppni. Eitt er að kunna að tapa og er það í góðu en að þurfa alltaf að biðja um orðið og "... óska MA-ingum til hamingju með sigurinn og góðs gengis í úrslitunum" finnst mér út í hött. Þetta er farið að minna of mikið á kærleik Frænkunnar frá því í MR sbr. "takk fyrir að fá að keppa við þig" sem sá sem tapaði í e-um kappleiknum átti að segja við ofjarl sinn.
Þetta var reyndar bara formáli og örugglega e-ir sem finnst bara frábært þegar allir eru bestu vinir og svoleiðis. Í lok þáttarins grípur svo verslingurinn í miðjunni míkrafóninn og segir "mig langar bara að þakka fyrir mig", sem kom í ljós var vegna þess að hann væri að útskrifast í vor. Come on. Það er ekki eins og Gísli Marteinn eða Spaugstofan séu að kveðja eftir að hafa skemmt landanum í fleiri ár!!

Þeir hafa skemmt landanum í vetur en hverfa nú af sjónvarpsskjánum til annarra starfa!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim