þriðjudagur, mars 08, 2005

Árshátíð hjá verkfræðingum framtíðarinnar síðastliðin föstudag. Planið var að taka daginn snemma og mæta á Selfoss upp úr hádegi. Þar sem ég var boðaður á fund með örskömmum fyrirvara út af Seattle styrknum varð ég að sleppa þeirri upphitun. Ekki að það hafi komið neitt út úr þessum fundi en samt vissara að mæta, gæti verið aðeins mikilvægara. Annars var árshátíðin einkar vel heppnuð og var atriðið hjá 2. árinu í byggingunni sérstaklega vel heppnað. Þeir félagarnir á 2. ári voru líka í það mikilli gleðivímu (og kannski áfengis líka) að þeir flögguðu Félaganum meira og minna allt kvöldið.
Matur hjá Hrútunum á laugardagskvöldið þar sem var nett stemmning eins og vænta mátti. Hetjurnar mættar allar með tölu utan Ungverska hrúts. Kíkti aðeins í bæinn og vorum lengst á Dubliners þar sem e-r hljómsveit var að gera góða hluti og nokkuð ljóst að maður kíkir þangað aftur, hugsanlega á St. Patrick's day sem er víst á föstudaginn eftir 2 vikur.
Viti menn, þá hefur blekið verið búið fram að næstu helgi. Aldeilis ekki. Í gær var "vísindaferð" í Sorpu þar sem bjórinn var teigaður og bestu samlokur sem ég hef borðað í langan tíma framreiddar. Reyndar var misjafnt hve mikið fólk tók á því en flestir skemmtu sér allavegna helvíti vel.
Annars er mikil sjálfsvorkunn í gangi þessa stundina enda ég kominn með hálsbólgu og leiðindi auk þess sem Utd var að detta út úr meistaradeildinni fyrr í kvöld.

Kvenhylli Breiðnefsins virðist ekkert fara minnkandi þó árunum fjölgi!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim