Þá er maður búinn að punga út 30 þús kell í staðfestingagjald fyrir ferðina þ.a. lýkur á að maður komist e-n tímann til Afríku hafa aukist til muna. Söfnunin er líka alltaf að bætast og erum við í 2,4 millum núna og höldum ótrauð áfram. Stefnir í að ferðin kosti 300 þús þ.a. það væri mjög gott að ná að safna a.m.k. 200 þús á kjaft.
Kosningavaka og Kosningaröskva í kvöld og góðar líkur á að maður tjekki á stemmningunni. Frekar ólíklegt að maður vaki eftir þessum úrslitum enda er ég nokkuð pottþéttur á að úrslitin verði 5-3-1, Vaka-Röskva-Háskólalistinn. Frekar döpur auglýsing sem liðsmaður MS í Gettu Betur lét flakka í lok þáttarins í gær um að X-a við Y í kosningunum en Silli Þróttari og þjálfari MS-liðsins er einmitt á þeim lista. Fínn húmor samt hjá þessum Y-mönnum. Annars kom mér á óvart hvað spurningarnar voru í léttari kantinum í gær og mér finnst afar hæpið að þetta MS lið fari e-ð lengra í keppninni.
Mynd þessa bloggs er svo af buff-celebinu.
Buffið og félagar sópuðu til sín titlum síðasta sumar!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim