Árið er liðið og nýtt fer í hönd. Skelfilegasta hugsunin er auðvitað sú að hvað maður er að verða gamall. Smá huggun samt í því að smucks eins og Skermurinn, Tryggvi, Nielsen, Gábarinn, Gunnarg, Arnie, Jói, Víksi, Steini, Le Gert, Stebbi, Buffið, Gusto og síðast en ekki síst Breiðnefurinn eru aðeins, töluvert eða miklu eldri.
Þakka annars öllum snillingunum sem ég þekki frábærar stundir á árinu sem að verður að teljast snilldarár eins og flest þau á undan. Tók saman nokkur “ársins” sem má finna hér að neðan. Auðvitað gleymdi ég e-um bombum en það verður að hafa það.
Djamm ársins
Skógar, fínasta veður og gríðarlega mikið drukkið. Hemmi fremstur í flokki að vanda.
Bylting ársins
Tryggvi Sveinsson. Leiðinlegt verkefnakvöld í Tölulegri greiningu breyttist í heljarinnar djamm með einni byltu að hætti Tryggva.
Ball ársins
Paparnir í Sjallanum um Verslunarmannahelgina. Aldrei verið jafnskemmtilegt á balli.
Halarófa ársins
Kenneth Breiðfjörð í sjallanum á Akureyri, 500 manns (gróft mat) í halarófu á eftir Borgarstjóranum.
Atriði ársins
Andrés, Gummi, Gunni, Jói, Kenneth auk undirritaðs á árshátíð Verkfræðinnar á Hótel Örk.
Síða ársins:
http://www.ramdick.blogspot.com/
Mún ársins
Finnur Gíslason-Haustferð Naglanna. Ber bossinn límdur við rúturúðuna langleiðina frá Keflavík í bæinn.
Þjófnaður ársins:
Kenneth Breiðfjörð vs Andrés Heimir Árnason. Kenneth, nr. 2 í halarófunni á Skógum tók 90° beygju og hirti halarófuna af Andrési.
Úr að ofan ársins
Víkingur Guðmundsson. Mátti ekki heyra “úr að ofan” í sumarbústaðaferð Naglanna án þess að rífa sig úr bolnum.
Gabb ársins
Arnþór, Eiki o.fl í Heiðmörkinni í haust.
Tónleikar ársins
Starsailor á Nasa í sumar, virkilega góð stemmning þrátt fyrir að ég hafi reyndar hlustað mjög lítið á bandið síðan. Fór reyndar ekki á Metallica þannig að þetta er kannski ekkert að marka.
Hörmung ársins
Ísland 0-4 Svíþjóð, þá hefði maður betur verið að gera e-ð af viti.
Leikur ársins
Ísland 2-0 Ítalía, innan um 20.000 áhorfendur og á leiðinni til Ítalíu daginn eftir. Sweet.
Tvífari minn ársins
Adam Mastersson, Íslandsvinurinn og sjarmörinn sem kom og fór án þess að nokkur tók eftir honum.
Og í þeim flokkum sem aðeins einn kom til greina
Miðja ársins
Óttar Völundarson. Hefur breytt Íslandi eins og við þekkjum það með hnittnum pistlum á http://www.midjan.blogspot.com/
Nýliði ársins
Þórólfur Nielsen. Mætti í sína fyrstu vísindaferð og skemmti sér konunglega.
Þreyttur ársins
Atli Ísleifsson, alltaf þreyttur og toppaði það á San Siro í ágúst.
Úr einu í annað ársins
Skykkjan, hann hækkar verðið á markaðnum og stekkur svo af honum við fyrsta tækifæri.
Bomba ársins
Víkingur Guðmundsson í bekkjarpartýinu hjá Þorbjörgu í vor. Örugglega ennþá verið að lofta út.
Afrek ársins
Kolbeinn Tumi Daðason, fyrir að hafa á ótrúlegan hátt dregið sjálfan sig skelþunnan og Breiðnefinn úr sófanum margfræga með magasár norður í land um verslunarmannahelgina.
Bytta ársins
Gábarinn-alltaf í ruglinu
Fífl ársins
Jeff Daniels, sá sem er í lögfræðinni. Leikarinn er örugglega fínn náungi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim