mánudagur, desember 27, 2004

Jæja, þá hefur maður þyngst um svona 5 kg. Hljóp reyndar e-ð af mér í skokki í gær en bætti því aftur á mig í síðustu veislunni í gær, eða svo hélt ég. Nú er Ungverski Hrútur búinn að bjóða í gúllas að hætti hússins í kvöld í nýja slotið í Hafnarfirðinum þar sem staðurinn verður klárlega stemmningin.
Frekar hefðbundin jól. Tókum tvöfalda messu á aðfangadag, 6-una í Dómkirkjunni og 12-una í Hallgrímskirkju. Svona að redda sér fyrir dapra kirkjusókn síðustu 365 dagana. Annars búinn að glápa á sjónvarpið og sofa þvílíkt mikið milli þess sem maður étur á sig gat. Búinn að sjá eftirfarandi úrvalsmyndir:
Grumpier Old Men - helvíti fyndin á köflum
When Harry met Sally - hefði verið betri á date-i
Lost in Translation - var að klára hana og hún var ótrúlega fín
The Deer Hunter - séð hana áður en hún var jafmikil snilld og þá
The Game - sá reyndar bara seinni hlutann sem var ekki sérstaklega spennandi þar sem ég mundi eftir því hvernig myndin endaði
Tvær einkunnir komnar í hús úr þeim prófum sem gengu að mér fannst hörmulega, Jarðtækni og Straumfræði. Fékk 8 í báðum. "Oh, óþolandi svona gaurar. Segjast hafa gengið hörmulega en fá svo 8". Hins vegar giltu prófin í þessum fögum bara um 70 % þannig að ég hef líklega fengið um 6 í þessum prófum og verkefnin hækkað upp.
Styttist í áramót og er stefnan sett á Hressó annað árið í röð. Þar var staðurinn stemmningin í fyrra og verður pottþétt ekki síðra í ár. Ragga frænka er að halda áramótapartý þar í ár og flotta fólkið auk mín ætlar að mæta. Kostar held ég 1000 kr inn í "forsölu" sem er ekki neitt því það eru forréttindi að vera á stað um áramótin umkringdur vinum og kunningjum. Allavegna nenni ég ekki á neitt rölt milli staða þar sem alls staðar kostar inn og raðir ná niðrá höfn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim