mánudagur, desember 20, 2004

RÚV stóð sig helvíti vel í gærkvöldi og sýndi tvær mjög áhugaverðar heimildarmyndir. Sú fyrri var um fátækt á Íslandi þar sem skyggnst var inn í líf venjulegrar stórfjölskyldu sem heyir daglega baráttu við að láta enda ná saman. Þetta fólk getur ekki leyft sér eitt né neitt og ekkert má fara úrskeiðis til að það eigi hreinlega ekkert að borða. Krakkarnir bera út Fréttablaðið og eiga 7000 kr á mánuði til að gera það sem þau langar að gera. Elsti strákurinn hefur nýlokið stúdentsprófi og ég bara kemst ekki yfri það hvað þetta er duglegt fólk.
Seinni myndin var í hressari kantinum en það var heimildarmynd um stórsveitinga sænsku, ABBA, sem ég hef lengi haldið töluvert upp á. Gaman að vita e-ð meira um einstaklingana í sveitinni og smá yfirsýn yfir sögu hennar. Þau eiga endalaust af snilldarlögum en ég komst að því að Agnetha og Frida eru nákvæmlega sömu skoðunnar og ég um hvaða lög eru best. Það eru að sjálfsögðu slagararnir "Dancing Queen" og "The winner takes it all". Reyndar þegar ég pæli í því þá eru þetta líklega uppáhalds ABBA lög flestra.
Að lokum sofnaði ég yfir Timothy Dalton í "Licence to Kill".