fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Alveg ótrúlegt þetta með strákinn sem lokkaði 9 ára stelpu upp í bílinn sinn og skildi hana svo eftir í rigningu, roki og skítakulda uppi við Skálafell. Ennþá skelfilegra er sú staðreynd að hann taldi stelpunni trú um að mamma hennar væri dáin og pabbinn í lífshættu. Alveg á hreinu að þessi gaur er snargeðveikur og ótrúlegt að það sé ekki búið að finna hann. Ég átta mig engann veginn hvað honum gekk til, greinilega hrein illmennska.
Fimmtudagar eru erfiðustu dagar vikunnar. Mæting kl 8:15 og oftar en ekki hef ég ekki getað haldið mér vakandi fyrstu tvo tímana, reyndar einu tímana, öðrum til mikillar skemmtunar. Nú er svo komið að eftirfarandi pæling fer fram í hausnum á mér um kl 7:30. "Ætti ég að fara í skólann og sofa þar í stólnum mínum eða sofa í þrjá tíma í viðbót í rúminu mínu". Rúmið hafði vinninginn í morgun.
Allt horfir til betri vegs hjá mínum mönnum í Víkingi. Þrátt fyrir að Kári, Sölvi og Steinþór hafi verið seldir og Viktor og Grétar verði annaðhvort lánaðir eða seldir hafa aðrir verið að endurnýja samninga og nýir leikmenn komnir í hópinn. Stebbi, Höski og Danni Hjalta hafa allir endurnýjað samningana og Elmar Dan, Hörður Bjarnason og Jóhann Guðmundsson komnir. Þekki reyndar ekkert til þeirra tveggja síðastnefndu en þeir eiga víst að vera sprækir.
Forsetakosningar í Líberíu framundan. Ég spái George Weah sigri.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim