Allt að verða vitlaust í skólanum. Skýrsluskil nánast annan hvern dag þannig að maður er að nánast frá morgni til kvölds. Helvíti spennandi vísindaferð í VSÓ sem hefði verið tilvalin til að vakna vikulokum og skilum á nokkrum verkefnum en ég kemst ekki í hana. Í staðinn verður fagnað í fimmtugs afmæli hjá frændfólki þar sem við systkinin munum spila létta tónlist á meðan fólk er að mæta á svæðið. Svo verður bara undirbúningur fyrir TOEFL prófið um kvöldið svona til að létta aðeins samviskuna. En það verður tekinn þokkalegur stemmari á laugardagskvöldið í góðra vina hóp.
Annars er ég búinn að ganga frá allri pappírsvinnu fyrir háskólann úti. Ég er hengja allt mitt á einn háskóla, University of Washington í Seattle. Búinn að sækja um styrk sem er fáránlega góður en ef ég fæ hann ekki gleymi ég þessu og leyta á önnur mið. Áætlaður kostnaður fyrir eitt ár í skólanum er um 45000 $ sem er rúmar 3 milljónir. Ekki furða að foreldrar í Bandaríkjunum byrja að safna fyrir háskólamenntun barnanna sinna áður en þau fæðast, jafnvel áður en þau eru getin.
1 Ummæli:
off white hoodie
lebron 15
yeezy 700
goyard
pandora charms
yeezy 350
yeezy
yeezy sneakers
kyrie shoes
supreme clothing
Skrifa ummæli
<< Heim