Frekar dapurt hjá okkar mönnum á Laugardalsvellinum í kvöld. Gjörsamlega yfirspilaðir af Svíunum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir löbbuðu í gegnum okkar gríðarlegu sterku þriggja manna vörn. Eina sem gladdi augað var markið hjá Eiði Smára auk þess sem ég mundi í fyrsta skipti nokkurn tímann eftir því að taka með mér vettlinga á landsleik. Eftir þennan leik er ég alvarlega farinn að ætla að við komumst ekki á HM 2006. Ég get þó huggað mig við það að Benedikt nokkur Einarsson skuldar mér kassa af bjór um leið og Íslendingar eiga ekki fræðilegan möguleika á að komast til Þýskalands.
Massív helgi framundan. Byrjar allt á Bingó hjá Nöglunum á föstudagskvöldið en hér að neðan er ítarleg vinningaskrá og hvet ég alla sem vetlingi geta valdið til að mæta. Svo er TOEFL prófið á laugardagsmorguninn og síðan skálaferð hjá bekknum í Borgarfjörðinn seinni partinn. Annars er mjög skemmtilegt að lesa "yfirlýsingu Kolbeins Tuma Daðasonar" eftir Björn Berg Gunnarsson á sammaranum.tk þar sem með fylgir mynd af mér þegar ég var í lágvaxnari og stórmyndalegri kantinum.
SÍMABINGÓIÐ
Næsta föstudagskvöld þann 15.október verður Símabingóið. Bingóið byrjar klukkan 20:00 í sal Framsóknarflokksins á Hverfisgötu 33 (ská á móti Celtic Cross). Veitingar verða seldar á staðnum (posi á staðnum). Bingóið er haldið af 3.árs nemum í umhverfis- og byggingarverkfræði til styrktar námsferð þeirra í vor. Glæsilegir vinningar eru í boði, meðal annars:
Sony Ericsson K500 gsm sími frá Símanum
Sony Ericsson T250 gsm sími frá Símanum
Espresso kaffivél frá Húsasmiðjunni
Fullkominn Blender frá Húsasmiðjunni
Líkamsræktarkort
Ljósakort
Leikhúsmiðar
Miðar á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar
Miðar í Íslensku Óperuna
Þrír fjarstýrðir Ferrari bílar frá Ogvodafone
Andlitsbað frá Snyrtistofu RósuHestaferð hjá Eldhestum
Út að borða og margt fleira...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim