fimmtudagur, september 23, 2004

Það gerðist í gær sem ég er búinn að bíða eftir lengi. Sumir fótboltamenn hafa verið heldur betur svalir í gegnum tíðina í mikilvægum vítaspyrnum. Totti í undanúrslitum EM 2000, Postica móti Englandi á EM í sumar og svo hefur Henry gert e-ð af þessu. Allir vippa þeir boltanum í mitt markið á meðan markmaðurinn leggst í annaðhvort hornið. Í gær hins vegar tók Totti víti á móti e- u miðlungsliði í Seria A og viti menn, chippaði boltanum á mitt markið en markmaðurinn stóð kyrr í miðju markinu og greip boltann. Algjör snilld.
Golfmót hjá Verkfræðinni á föstudaginn og ætlum við Tryggvi að gera góða hluti. Texas Scramble kerfi og dregst frá eitt högg fyrir hvern bjór sem drukkinn er. Ef Tryggvi stendur sig eðlilega í golfinu og ég held uppteknum hætti í bjórnum þá ættum við að geta verið í baráttu um sigurinn. Reyndar ömurleg veðurspá en what the fuck.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim