miðvikudagur, september 15, 2004

Fór með KK á „Coffee and cigarettes" áðan. Fullt af stjórstjörnum úr skemmtanalífinu í hlutverkum í myndinni. Bill Murray, Steve Buscemi, Cate Blanchett, Roberto Benigni, Iggy Pop, Tom Waits auk meðlima White Stripes og Wu-tang. Mjög sérstök mynd þar sem hún er 10-12 sjálfstæðir kaflar sem fjalla um fólk að drekka kaffi, reykja og umfram allt spjalla. Mjög fyndin á köflum en breytti svo sem ekkert lífi mínu. Alveg óþolandi e-r strákafífl í sætisröðinni fyrir aftan okkur. Töluðu saman eins og fólk talar á skemmtistöðum um helgar þegar maður heyrir ekkert meðan á myndinni stóð, sugu upp í nefið og hóstuðu non-stop, hlógu ógeðslega hátt (ok, ég á það til að gera það stundum en óþarfi að yfirgnæfa alla), voru með e-ð nammi í poka sem brakaði fáránlega hátt í. Var svolítið að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera í stöðunni:

1. Ekkert
2. Snúa mér við reiður og segja þeim að drulluhalda kjafti því það væri fleira fólk í salnum.
3. Snúa mér við og biðja þá vinsamlega um að hafa lægra.

Auminginn sem ég er gerði auðvitað ekkert sem gildir reyndar um alla í salnum.