miðvikudagur, september 08, 2004

Ágætis frammistaða hjá landsliðinu í gærkvöld en það á ekki hjá þeim að ganga. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þetta hafi alfarið verið dómaranum að kenna en það var vissulega vendipunktur í leiknum þegar brotið var á Eið á stórhættulegum stað en í staðinn fá Ungverjar skyndisókn og komast yfir. Flestir voru góðir í leiknum og fannst mér Arnar-arnir bara þokkalegir svona til tilbreytingar.
Við kepptum í háskólamótinu í fótbolta í rigningu og roki í gær, reyndar var veðrið alveg þolanlegt. Unnum alla leikina og keppum aftur í dag í 8-liða úrslitum. Djöfull hefði verið fínt að klára þetta í gær. Hundleiðinlegt að klæða sig í gallann fyrir einn 16 mínútna leik. En þá verðum við bara að vinna þennan leik til að fá annan.
Kominn tími á að hrósa nokkrum vel völdum einstaklingum:
-Kenneth Breiðfjörð fær hrós fyrir að mæta í ömurlegu veðri á Ásvelli til að styðja við bakið á uppáhaldsliðinu sínu
-Ari Tómasson fær hrós fyrir að láta heyra í sér í fantastemmningu í Svíþjóð
-Defoe fær hrós fyrir að skora glæsimark í fyrsta landsleiknum sem hann byrjar inn á

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim