þriðjudagur, september 21, 2004

Jæja, það gleður kannski e-n að ég er að skríða saman eftir leiki sunnudagsins. Það var hins vegar magnaður hlutur sem gerðist í bæjarferð laugardags sem gleymdist að segja frá í síðustu færslu. Þegar við Tryggvi og Sæmi röltum yfir lækjargötuna um svona 04 leytið sáum við kviknakinn mann með bjór í hönd. Hann virkaði bara helvíti hress þar sem hann gekk stórum skrefum af laugaveginum niður í austurstrætið.
En að mikilvægari hlutum. United voru að spila fínan fótbolta í gær gegn erkifjendunum í L'Pool. Sérstaklega yfirspiluðu þeir þá í fyrri hálfleik þar sem þeir unnu allar tæklingar og voru alltaf mættir í bakið á mönnum. Frábært að fylgjast með þessu. Ronaldo átti frábæra spretti en gerði þetta stundum of flókið. Að hafa örvfættan mann í vinstri bak er líka að skila sér vel og svo skiptir öllu að Rio er kominn aftur. Utd samt bara með 9 stig af 18 mögulegum sem er langt í frá viðunandi. Verður spennandi að sjá gegn Tottenham á laugardaginn.
Í dag var kosning um hvert ætti að fara í útskriftarferð. Kosið var milli Afríku (Egyptaland-Kenya) og Asíu (Kína-Tæland). Afríka sigraði 16-13 en ég kaus reyndar Asíu. Spurning um að fara að æfa sig að ganga með hluti á hausnum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim