Enn ein tvöföld að baki. Fórum í vísó í Húsasmiðjuna á föstudaginn þar sem Breiðnefurinn fór á kostum enda þekkir hann þar hvern krók og kima. Þetta var bara mjög fín ferð og frumleg þar sem okkur var boðið upp á beyglur auk ískalds fljótandi brauðs. Svo átti að vera e-r þjóðhátíðarstemmning á Pravda á eftir en ég verð að játa það að ég heyrði ekki eitt einasta þjóðhátíðarlag. Hitti Hauk Sigurðsson sögukennara á djamminu í bænum þar sem hann rifjaði upp fyrir mér bardaga 1238 þegar Sturla Sighvatsson var að berjast við.... já, ef ég myndi meira.
Afrekaði nú frekar lítið á laugardeginum nema að horfa á boltann og fara í gymmið. Salurinn hjá HÍ er miklu flottari núna þ.a. aldrei að vita nema maður verði duglegur að kíkja. Nýbúinn að hrista af mér bjór föstudagskvöldsins þegar ákveðið var að hittast í bjór og petsu hjá Tryggva. Fórum í drykkjuleiki þar sem ég var alveg fáránlega óheppinn. Í morgun komst ég hins vegar að því að ég var ekkert svo óheppinn heldur í hvert einasta skipti sem ég fór frá borðinu, á klósettið eða að svara í símann, var spilunum raðað á þann veg að allt lenti á mér. Fórum svo í bæinn og kíktum á Kaffibarinn, Sólon og Hverfis.
Engin þynnka í dag þ.a. það er engin afsökun fyrir að mæta ekki til Grindavíkur. Víkingarnir þurfa að vinna og treysta á tap hjá Fram og KA. Ekki miklar líkur en maður vonar það besta.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim