þriðjudagur, október 05, 2004

Ég er bara allur að koma til eftir slappleika undanfarna viku. Alveg basic að vera orðinn hress á föstudaginn enda er haustferð hjá Nöglunum og að sjálfsögðu skyldumæting. Ferðinni er heitið á Suðurnesin þar sem verður kíkt í Hitaveituna, Flugstöðina auk þess sem Reykjanesbær er með e-a skipulagða dagskrá. Allt verður þetta í bland við dúndur stemmningu sem byrjar hjá þeim hörðustu upp úr kl 8 en hjá flestum eflaust upp úr hádegi. Endað á e-um stað í Reykjavík þar sem allar skorirnar hittast, flestir gjörsamlega á eyrunum.
Fór á fyrirlestur áðan sem sérfræðingur í háspennulínum hélt niðrí HÍ. Það væri ekki frásögum færandi nema fyrirlesarinn var 82 ára og var frábær í hlutverki sínu. Sagði virkilega skemmtilega frá og var drepfyndinn á köflum.
Er með alla þættina af Fawlty Towers á DVD í láni. Þetta eru svona 15 ára gamlir þættir þar sem John Cleese leikur hóteleiganda sem hatar konuna sína og á í mestu vandræðum með þjóninn Manuel frá Barcelona sem gengur ekki sem best með enskuna sína. Þættirnir eru reyndar 12 í það heila og misgóðir. Þeir sem eru fyndnir eru samt grenjandi fyndnir-fyndnir.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim