miðvikudagur, september 29, 2004

Bara í slappari kantinum, hálsbólga farin að gera vart við sig. Var að ljúka 2 klst sjónvarpsglápi af Frasier, West Wing og Sopranos. Steve Buscemi farinn að leika í Sopranos en hann er náttúrulega snillingur. Svolítið svartsýnn á að missa af 3. árs ferð og Oktoberfest á föstudaginn en ekki er öll nótt úti enn.
Utd rúllaði yfir Fenerbache í gær skilst mér en ég sá ekki nema hluta af fyrri hálfleik. Þurfti að sinna fjölskylduskyldum með mætingu á tónleika Blásarakvintettsins. Breiðnefurinn fær hrós fyrir að skella sér með. Þann part sem ég sá var bara ótrúlegt veldi á Utd. Rooney með geðveika afgreiðslu í fyrsta markinu og svo voru tvö næstu ekkert síðri. Ef e-r hefur e-n tímann byrjað betur hjá e-u liði skal ég hundur heita. Skárra en síðast þegar Utd spilaði við Fenerbache '97 á Trafford og töpuðu 0-1 með marki frá Evar Bolic á '90 min.
Ótrúlega margir óvirkir bloggarar hérna til vinstri. Tenglar þeirra hanga á bláþræði svo vægt sé til orða tekið. Fólk eins og Atli, Buffið, Eggert,EinarO,Gugga, Guja auk Breiðnefsins. Takið ykkur á gott fólk.
Annars fær Alli hrós dagsins því þótt mér skilst að það sé æfingapása hjá KR-ingunum sást til hans í útihlaupi ásamt bigshot uppi á Norðurljósum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim