Ekkert varð úr golfmóti á föstudaginn vegna veðurs sem var frekar mikill bömmer þar sem við ætluðum okkur stóra hluti. Mættum þá bara dúndurhressir í partýið úti á Nesi eftir smáupphitun hjá Tryggva. Fínasta stemmning en samt færri en ég hafði reiknað með. Svo bara bærinn þar sem Pravda var stemmningin eins og undanfarna föstudaga.
Skokkaði af mér alla þynnku upp úr hádegi á laugardaginn fyrir leikinn. Utd er komið á skrið eftir tvo mjög góða sigra í röð. Ekkert spes leikur en við unnum sem er auðvitað fyrir öllu. Annars gerði ég voðalítið yfir daginn en svo fór familían í matarboð til Atla og fjölskyldu um kvöldið. Fengum þvílíkt góða önd og bara þvílíkt gaman. Eiginlega ótrúlegt hvað foreldrar okkar ná vel saman m.v. hvað þeir eru algjörlega ólíkir.
Búinn að vera að læra fyrir GRE ensku prófið í dag sem ég tek eftir 4 vikur. Þetta er fáránlega þungt próf sem tekur rúma 3 tíma. Bæði er enskan virkilega snúin og eins hefur maður engan tíma til þess að hugsa. Prófið skiptist gróflega í 2 ritgerðahluta, 2 stærðfræðihluta og 2 enskuhluta. Verð að vera virkilega duglegur næstu vikurnar ef ég ætla ekki að skíta á mig í þessu prófi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim