sunnudagur, október 10, 2004

Haustferð á föstudaginn sem verður lengi í minnum höfð. Mættur út í VR kl 08 þar sem lagt var í hann. Fyrstu stopp í dælustöðinni sundahöfn og svo haldið í Gvendarbrunna. Síðan var nestisstopp upp úr 10 þar sem fyrsti bjórinn var opnaður og þá var ekki aftur snúið. Heimsóttum Hitaveitu Suðurnesja og þaðan til Árna Sigfússonar og félaga í Reykjanesbæ. Enduðum svo í flugstöðinni. Komin í bæinn um kl 20 og allir á sneplunum. Héldum merkilega lengi út, allavegna vorum við GÁB-arinn í tómu tjóni langt frameftir. Svo miklu tjóni að hann mundi ekki einu sinni með hverjum hann hafði verið.
Laugardagurinn í verri kantinum. Atli dró mig upp úr rúminu um kl 17 því við áttum víst að keppa í tennis. Vorum mjög svo slakir en unnum þó sigur enda hefði annað verið skandall. Hittum svo Steina um kl 22 og ætluðum að fá okkur e-ð að borða og gera e-ð. Kíktum á Nonna þar sem ég ákvað að ég ætti ekkert erindi í þetta. Tók franskarnar með heim og var kominn upp í rúm um kl 23. Landsleikurinn fór næstum því framhjá mér, enda jafngott þar sem mér skilst að við höfum ekki getað blautann. Maður nennir varla á Svía leikinn, úr þessu. Verst að maður er búinn að fjárfesta í miða.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim