fimmtudagur, október 21, 2004

Gaman að segja frá því að ég var í tölvunni í bekkjarstofunni okkar í dag en hún er einmitt tengd við skávarpann. Það vildi þannig til að kveikt var á skjávarpanum meðan ég vafraði um óravíddirnar. Stop hjá Miðjunni virtist í fyrstu saklaust þar til mér var litið á tengil hjá honum sem hann lýsti sem "dónalegum". „En hversu dónalegur getur hann verið fyrst hann skellir tengli af honum á síðuna sína?" hugsaði ég. En viti menn, þá var bara hardcore klám í gangi þ.a. ég slökkti eftir að harðar athugasemdir fóru að berast frá hinu kyninu sem slappaði af í stofunni. Strákarnir voru nú ekkert að stressa sig samt. Hefur Óttar hlotið titilinn "graðasti maður Verkfræðideildarinnar" eftir atvikið. Það var víst e-ð point með þessu myndbandi eftir allt saman en það er algjört aukaatriði.

Sat í dag og lærði fyrir GRE prófið sem ég þreyti á laugardaginn. Ég á ekki eftir að gera neina gloríu á þessu prófi en það verður helvíti nett að klára þetta. Þó svo að ég hafi lítið sem ekkert lært fyrir þetta er skelfilegt að vera alltaf með þetta hangandi yfir sér. Það er reyndar helvíti mikið að gerast annað kvöld sem ég væri til í að gera. Vísó í VFÍ , skákmót í verkfræðinni og svo Stjarnan-Víkingur í handbolta þar sem hefði verið tilvalið að kíkja á fyrsta handboltaleik vetrarins. Jú og svo var Bolli að bjóða í e-ð vídeó uppi í Valhöll sem virkaði frekar spennandi. E-r Steingrímur ætlaði svo að halda ræðu, "Hermannsson" spurði ég. "Nei" sagði Bolli.

M-ið sigraði með yfirburðum í textakeppninni og var Tryggvi í öðru og jafnframt síðasta sæti. Lagið sem ekkert svar fékkst við var að sjálfsögðu "Ástin" eftir meistara Valgeir G.
Bæti við 5 í viðbót hér að neðan.

1. "...home where my love lies waiting silently for me..."
2. "...en það er ekki svo langt síðan ég kom hér síðast, kannski finnst þér rangt að vera á gestrisninni að níðast..."
3. "...allt var kyrrt og allt var hljótt, miður dagur var sem nótt..."
4. "...No I haven't heard your band cause you guys are pretty new..."
5. "...now and then when I see her face it takes me away to that special place..."

Í verðlaun er að koma með mér á Beach Boys tónleikana!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim