sunnudagur, október 17, 2004

Mjög vel heppnuð skálaferð hjá bekknum. Skálinn eða öllu heldur risa einbýlishúsið sem við vorum í er rétt hjá Baulu í Borgarfirði. Stórfjölskyldan hans Finns á húsið og held ég að það hafi haft rúmpláss fyrir okkur öll, við vorum um 20 held ég. Allavegna var mætt á bilinu 17-19 og að sjálfsögðu vorum við með þeim seinustu enda celeb-ið í okkar bíl. Svo var grillað, spilað, drukkið, dansað langt fram á nótt. Skósverta var á svæðinu sem varð til þess að á skömmum tíma breyttist hörundslitur fólks úr hvítum í svartan. Reyndar dökknuðu einstaka hvítir veggir e-ð eftir því sem á kvöldið leið en ég held að það hafi tekist að hreinsa það allt. Allavegna var þetta algjör snilldarferð og var ég þó með þeim rólegri í bekknum.
Ef e-r vill sjá "heitustu" heimasíðuna í dag, smellið hér. Þar er einnig að finna linka á Daniel Stephan og fleiri celeb úr handboltaheiminum. Engin Nielsen samt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim