Vel heppnað Bingó í gær þar sem var setið í öllum sætum, sem þýðir að c.a. 100 manns sóttu samkomuna. Fullt af flottum vinningum sem fóru út hver á fætur öðrum. Við Gunni vorum bingóstjórar og þrátt fyrir töluvert af klúðri af okkar hálfu held ég að þetta hafi alveg reddast. Svo kíktum við Breiðnefurinn, Herrann og Víkingur á Pravda og Celtic í smá öl enda búið að fresta TOEFL prófinu sem ég átti að fara í kl 09 í morgun. Frekar slappt að fá tilkynningu um frestun daginn fyrir próf.
Leiðinlegasti leikur seinni tíma var að klárast áðan og ég þakka bara fyrir að RÚV var að sýna "The Kid" með Bruce Willis á sama tíma auk þess sem það er 100% með R. Williams á Popp Tíví. Utd áhugalausir og ömurlegir. Lois Saha var einna skárstur.
Svo er bara brottför í skálaferð hjá bekknum eftir um klst. Maður má varla við því að fara enda verkefnin að hrúgast upp í skólanum. En maður má nú ekki taka "celeb-ið" á þetta. Nóg er af þeim. Þemað í ferðina er "Afríka" og er talað um Afró og skósvertu í andlit til að mynda stemmningu.
Annars er maður með hjartað í buxunum þessa dagana út af Víkingunum. Reikna með að á næstu dögum fari hver leikmaðurinn á fætur öðrum að yfirgefa félagið enda ekki eftirsóknarvert að spila í 1.deild. Heyrst hefur að Víkingur sé á höttunum eftir Daða "Buff" Guðmundssyni. Sel það ekki dýrara...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim