Utd frekar slakir í Prag í gærkvöldi þó svo að úrslitin séu svo sem ekkert slæm. 5 stig eftir tvo útileiki og einn heimaleik er bara fínt og þeir vinna auðvitað þennan riðil. Það sem mér fannst einkennandi í gær hjá Utd var áhugaleysi sem lýsti sér í að menn misstu boltann á tímum ótrúlega langt frá sér, gáfu ömurlegar sendingar og síðan voru móttökurnar margar hverjar skelfilegar. Ótrúlegt að þeim tekst ekkert að skora með alla þessa framherja. Aðeins eitt mark í síðustu þremur leikjum. Frekar dapurt.
Adrian Mutu, vinur litla mannsins, fallinn á lyfjaprófi. Ég veit ekki um nokkurn áhugamann sem hefur nokkuð álit á Mutu, sem er þekktur fyrir að gefa aldrei boltann. Eitthvað held ég að hann muni eiga erfitt að koma aftur inn í fótboltaheiminn. Chelsea segir væntanlega upp samningnum við hann.
Annars vil ég bara koma því á framfæri að lagið "She will be loved" með Maroon 5 er snilldarlag.
Að lokum getraun. Í hvaða lögum koma eftirfarandi textabrot fyrir:
1. "...stundum eins og gimsteinn eða bara gler.."
2. "...I don't mind spending everyday, out on your corner in the pooring rain..."
3."...hún hafði sagt hún gæti ekki dottið hún hefði engan stað til að detta á..."
4."...ég vinn aldrei neitt ég tapa öllu strax..."
5."...there were days when the sun was so cruel..."
Ég veit að allir geta svarað þessu með því að fara á google en getur e-r svarað þessu heiðarlega?
1 Ummæli:
zzzzz2018.7.28
mulberry handbags
true religion outlet
polo ralph lauren outlet
coach outlet online
golden goose
ray ban sunglasses
pandora
ray ban sunglasses
ugg boots
michael kors outlet
Skrifa ummæli
<< Heim