sunnudagur, október 24, 2004

MAN UTD 2-0 ARSENAL
Hvílík snilld. Ótrúlegur baráttuleikur sem réðst á mjög svo vafasömum vítaspyrnudómi, reyndar ekkert vafasamur því þetta var klárlega ekki víti. En Utd hefði átt að fá víti skömmu seinna sem var ekki dæmt þ.a. það má segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Hefði samt orðið allt annar leikur ef Ferdinand hefði verið rekinn út af fyrir að hindra Ljungberg en sem betur fer gerðist það ekki. Vonandi að Utd haldi uppteknum hætti, fari að skora fleiri mörk og vinna leikina.
Fór á fætur kl 07 á laugardagsmorguninn til að koma mér út á varnaliðsstöð í GRE prófið. Man ekki hvenær ég fór síðast svona snemma á fætur, gekk reyndar helvíti illa að sofna þ.a. ég var ekkert uberhress þegar ég vaknaði. Annars gekk þetta eins og ég reiknaði með. Ritgerðirnar gengu þokkalega, stærðfræðin fínt og enskan ömurlega. Af 76 spurningum yfir heildina í enskunni hef ég örugglega giskað út í loftið í a.m.k. 40 af þeim. Og það eru 5 svarmöguleikar þ.a. líkurnar á því að giska rétt eru ekki miklar, heilar 20% líkur! Þá er TOEFL næsta laugardag og verður lærdómurinn í lámarki fyrir það próf enda ætti það ekki að valda miklum erfiðleikum.
Ég notaði tækifærið fyrst ég var kominn inn á varnarsvæðið og keyrði svolítinn rúnt um svæðið. Þarna var kirkja með ljósaskilti sem auglýsti messurnar, "Andrew's theater", "Teen center" og svo kjörbúð sem ég kíkti inn í. Ég mátti að vísu ekki kaupa neitt en skoðaði mig aðeins um. Djöfull var allt ódýrt þarna. Ég einbeitti mér auðvitað að því sem ég er með verðið alveg á hreinu hér á landi, sælgæti, snakk og drykkir og ég get svarið það að flest allt var 3-4 sinnum ódýrara en hérna. Sorglegt að geta ekki keypt e-ð þarna.
Ætla að gera lokatilraun með textagetraun og hafa hana í léttari kantinum í þetta skiptið svo e-r geti nú svarað þessu.
1. "og mig skorti kjark að segj'enni að bíllinn biði mín að bera mig um langveg henni frá"
2. "I don't know where my soal is, I don't know where my home is"
3. "I took a chance and changed your way of life.But you misread, my meaning when I met you"
4. "með taugarnar þandar, titrandi andar, kjökrandi skríður, skjálfandi bíður og tíminn líður"
5. "every now and then I get a little bit lonely and you're never coming round"
Þetta ættu einhverjir að vera með.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim