sunnudagur, nóvember 14, 2004

Lítið um skemmtun þessa helgi. Kíkti aðeins á fáránleikana á föstudaginn og komst að því að það er töluvert skemmtilegra að vera þátttakandi en áhorfandi. Stoppaði stutt við og endaði á því að horfa á "The Office" fram á nótt. Það var að vísu "time well spent" því þessir þættir eru líklega bestu gamanþættir ever, a.m.k. af leiknum gamanþáttum. Horfði svo á "Big Lebowski" í gærkvöldi og svaf í, já, 12 tíma. Enda finnst mér ólíklegt að ég muni eiga auðvelt með að sofna í kvöld.
Lenti í skondnu atviki í Háskóla íþróttahúsinu í gær. Ég var í sturtu og hafði gleymt sjampóinu mínu eins og Tryggvi. Ákvað ég því að spyrja annan gaur sem var í sturtu og með sjampó hvort það væri séns að fá smá sjampó hjá honum. Hann leit á mig og svaraði "Nei". Ég horfði á hann og beið eftir brosi því ég hélt hann væri að grínast en nei nei, hann var ekkert að grínast. Sagan búin en come on, ég get ekki séð fyrir mér að nokkur sem ég þekki hefði neitað nokkrum manni um sjampódropa. Já, svona er Ísland....
Utd náði að merja sigur á Newcastle í dag. Samt ansi margt hjá Utd sem fór í taugarnar á mér í þessum leik. Þeir spila ekki skemmtilegan fótbolta, Ronaldo hangir á boltanum og nýtir aldrei tæknina sína og Rio Ferdinand gerði tvö skelfileg mistök sem fyrir algjöra lukku gáfu ekki mark. Newcastle skoraði gilt mark sem var dæmt af þeim þ.a. yfir heildina voru Utd bara stálheppnir. Eini ljósi punkturinn fannst mér vera markið hjá Rooney auk þess sem Butt átti góðan leik en hann er því miður ekki lengur í Utd.