sunnudagur, nóvember 21, 2004

Við M-ið fórum á Beach Boys áðan í Höllinni. Bara ágætis tónleikar og þakka ég því að ég reiknaði ekki með neinu. Fengu víst hræðilega umfjöllun í sænskum fjölmiðlum og svo er söngvarinn sá eini úr upprunalega bandinu. Hljómar hituðu upp og gerðu það mjög vel. Tóku nokkur lög af nýja disknum sem hljómuðu bara þokkalega. Enduðu svo á bombu, Bláu augun þín þar sem þeir fengu allan salinn til að syngja með. Mike Love og félagar stigu svo á stokk og voru að spila óþekktari lög fyrri klukkutímann. Seinni klukkutíminn var öllu betri þegar lög eins og "wouldn't it be nice", "good vibrations", "california girls", "get around", "help me Rhonda", "fun fun fun", "Surfin USA", "Kokomo" og ég veit ekki hvað og hvað. Fólk stóð á fætur og dansaði um allan sal.
Money well spent, a.m.k. fyrst það var 2 fyrir 1.
Kíkti á Classic sportbar í gærkvöldi með Breiðnefnum og Aðalmanninum og sá Barcelona-Real Madrid. Nýr staður í Ármúlanum þar sem pílukast er líka stundað af miklum móð. Allavegna voru e-r kellingar alltaf að fagna köstunum sínum. Real átti aldrei séns í þessum leik og áttu held ég eitt færi í öllum leiknum. Algjörlega metnaðarlausir leikmenn í liðinu og klárt mál að liðið vinnur engann titil í vetur. Xavi og Marques rústuðu Guti, Beckham og Zidane á miðjunni og svo var Ronaldinho að leika sér að Real vörninni. Eftir leikinn kíktum við svo á Ara, annað kvöldið í röð. Helvíti nett stemmning þar eins og alltaf, ótrúlegt að sumt fólk hafi e-ð á móti Aranum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim