fimmtudagur, nóvember 18, 2004

"Ég veit ekki um þig, en ég ÞOLI EKKI að TAPA" hefur heyrst í útvarpi og sjónvarpi undanfarna daga. Viggó byrjaði samt ekkert spes, tvö töp gegn glænýju þýsku landsliði og frönsku liði sem var hreinlega í allt öðrum klassa. Unnu samt Ungverja áðan nokkuð sannfærandi að mér skilst, reyndar eini leikurinn sem ég sá ekki. Nokkrir menn eru samt búnir að tryggja sér sæti á HM. Menn eins og Markús Máni, Einar Hólmgeirs og Hreiðar hafa staðið sig vel og verða örugglega í hópnum. Menn eins og Snorri, Logi, Einar Örn og Birkir Ívar eru hins vegar ekki jafnöruggir um sæti sitt.
Fékk svar frá Fulbright í dag og það fór eins og ég reiknaði með, ég fékk ekki styrkinn. Var samt tilkynnt að ég væri nr. 2 sem varamaður sem basically þýðir að ef e-r tveir sjá sér ekki fært að þiggja styrkinn þá fæ ég hann. Líkurnar á því eru, hmm "2*pí - 3*E[X] + Var[X*Y] = 0", þ.e. engar.
Vísindaferð í Orkuveituna á föstudag. Reikna með að kíkja en annars hugsa ég að það sé komin almenn drykkjupása þangað til föstudaginn 18.desember. Þá reikna ég með því að fá mér eins og 1 eða 2 ískalda.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim