fimmtudagur, desember 02, 2004

Styttist óðum í próf. Frekar slök próftafla í þetta skiptið sem er frekar dapurt í ljósi þess að maður er að taka þetta á réttum hraða og hefði þá reiknað með að fá góða töflu. Fyrsta próf föstudaginn 10. des og það fimmta og síðasta viku síðar, 17. des. Eitt gott í þetta skiptið en það er að öll prófin eru kl 09 um morguninn. Hörmulegt þegar maður er í prófi eftir hádegi. Prófin leggjast svona þokkalega í mig en ég hefði ekki haft neitt á móti nokkurra daga upplestrarfríi.
Fékk ekki Fulbright styrk um daginn eins og ég sagði áður frá en reiknaði ekki með því þ.a. ég var ekkert sérstaklega svekktur. Hins vegar skilst mér að Fulbright hafi aðeins haft fjármagn til að veita 5 styrki í ár öfugt við 10 í fyrra. Sem annar varamaður hefði ég þá líklegast fengið þennan styrk, ég hefði nefnilega ekkert á móti 800 þús kelli. Bömma.
Styttist í jólin og hér að neðan eru nokkur af betri jólalögum að mínu mati:

1. "Happy X-mas, war is over" með Lennon
2. "Christmas song" með Nat King Cole
3. "Do they know it's christmas" með Bono og co
4. "Ef ég nenni" með Helga Björns
og já haldið ykkur fast, síðast en ekki síst
5. "All I want for christmas" með Mariah Carey
6. "Ég hlakka svo til" með Svölu Hollywood

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim