mánudagur, janúar 10, 2005

Long time no blog. Ekki laust við að maður sé farinn að slaka á við blogg skriftir en þegar það er enginn Jeff Daniels étandi popp í kringum mann þá sér maður litla ástæðu til skrifta. Reyndar er það helst að frétta af Jeff að ég labbaði næstum því á hann í Kringlunni þar sem hann rölti á eftir sinni heittelskuðu, útskeifari en allt og með sheik í annarri-helvíti flottur.
Skóli settur í dag þrátt fyrir að það hafi verið bara einn tími. Við Nielsen vörðum svo seinni parti dags í skólablaðsvinnslu sem er komin á fullt. Búnir að fá vilyrði fyrir nokkrum greinum hjá kennurum og undirbúningur fyrir auglýsingaöflun vel á veg kominn. Þetta er helst fjáröflun bekksins fyrir ferðina þannig að ekkert má klikka í þessu. Svo eru það tónleikar hjá meistara Víkingi í salnum í kvöld. Verður eflaust mikið um dýrðir og salurinn skreyttur í svörtu og hvítu. Spurning hvort Alan Shearer mætir, veit það ekki.
Gaman að segja frá því að ég kíkti í pool um daginn sem væri ekki frásögum færandi nema að þar fékk Gamli sína fyrstu rassskellingu, a.m.k. sem vitað er um. Honum var slátrað 4-1 á einkar sannfærandi hátt enda ekki við öðru að búast þar sem Gamli á enn langt í land með að þekkja hvíta kúlu frá svartri.
Stefnir í hörkudjamm næsta föstudag þar sem verður farin sameiginleg vísindaferð í KB banka. Aðeins 30 sem komast reyndar úr hverri skor þ.a. það er eins gott að vera á refresh-takkanum kl 12:30 á miðvikudaginn.
Svo hugsa ég að Exceter menn séu öllu sáttari en Utd menn þessa dagana. Sáttastur hlýtur samt Villi Halldórs að vera þökk sé Garcia sem er orðinn of mikið celeb fyrir litla Ísland.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim