Nýtt ár gengið í garð og treysti ég á að það verði jafngott og það síðasta. Hörkupartý á Hressó eins og vænta mátti. Allt flotta fólk bæjarins auk mín var þangað mætt þótt Kiefer Sutherland léti e-ð lítið fyrir sér fara. Þarna þekkti maður annan hvern mann og er ég ekki frá því að ég hafi verið á dansgólfinu megnið af tímanum. Helvíti fín músík þó svo að sömu lögin hafi kannski heyrst einum of oft. Allavegna forréttindi að kveðja gamla árið í faðmi vina og kunningja.
Annars er svefninn í rugli eins og reikna má með. Maður fer svo seint á fætur að maður er hálf vankaður fram yfir kvöldmat og verður svo hress um 10 leytið. Þess vegna er aldrei farið að sofa fyrr en undir morgun. Stefnt er á að þetta verði samt komið í lag fyrir skólann sem hefst á mánudaginn.
Spilakvöld hjá Mörtu og Davíð í gærkvöldi þar sem margur snillingurinn var mættur. Spiluðum fimbulfamb og scrabble þar sem auðveldur sigur breyttist í tap á örskot stundu. Mjög gaman og orðið að góðri hefð að þessi hópur spili saman snemma á nýju ári. Fékk svo samviskubit í dag og dreif mig í ræktina með Tryggva. Tókum vel á en samt var næg orka fyrir fótbolta úti í slabbinu áðan á Álftamýraskóla.
Við Nielsen erum annars á leið í undirbúningsvinnu fyrir "Upp í vindinn" á morgun og í vikunni. Þetta blað er helst tekjulind okkar Afríkufaranna ásamt sjoppunni. Ég hugsa að þetta verði mjög busy önn. Mikil verkefnavinna, skólablaðið, yfirferð heimaverkefna af fyrsta ári, 14 sinnum í ræktina í viku. Hmm, spurning hvað eigi eftir að mæta afgangi.
Homer: "Hello, my name is Mr. Burns, I believe you have a letter for me"
Afgreiðslum: "Ok, Mr. Burns. What's your first name?"
Homer: "I don't know"
Mr. Vanhouten: "And here's a scetch that even you understand, it's a door. Use it"
Homer: "That's a door?"
Jón Gnarr: "Nei, nú er nóg komið. Nú hætti ég"
Afrgreiðslum: "Viltu skoða e-ð fleira?"
Jón Gnarr: "Áttu e-ð fleira"
Nei, datt þetta bara í hug.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim