mánudagur, janúar 17, 2005

Vísindaferðinn í KB Banka á föstudaginn var helvíti fín. Reyndar er ég ekki venjulega mikið fyrir snyttur enda þarna voru snyttur með humar og öllu þ.a. það var algjört lostæti enda fór svo að við kláruðum allan matinn sem í boði var. Eftir langa bið í andyrinu kom loksins rúta sem flutti okkur 20 sem eftir voru niðrí bæ. Svona 90% af liðinu horfði á idol á efri hæðinni en ég átti svo mörg áhugaverð samtöl á neðri hæðinni að ég tók ekki einu sinni eftir því að það vantaði allt liðið. Maður kvöldsins var án nokkurs efa Kiddi Bigfoot sem lét sig ekki muna um öll staupin og var farinn að kalla fólk hinum ýmsu nöfnum, ég fékk meðal annars viðurnefnið "Tin Tin", þ.e. Tinni þrátt fyrir ábendingar að kannski færi betur á því að ég væri "Kolbeinn kafteinn". Kiddi hélt nú ekki.
Utd byrjaði laugardaginn vel á að vinna Liverpool á Anfield. Svo tjekkuðum við Tryggvi á nýju golfaðstöðunni í Grafarholtinu enda var rjómablíða. Ég var ekki að gera neinar rósir en nýtti tækifærið og gaf Tryggva nokkur vel valin ráð í staðinn enda þarf hann svo sannarlega á allri mögulegri hjálp að halda í golfinu. Sá svo "Old Boy" í bíó og var hún besta skemmtun. Þegar við Bolli komum út á planið á laugarásbíó þegar myndin var búinn var bíllinn hans horfinn. Þegar við nálguðumst sáum við hins vegar að hann hafði runnið úr stæðinni svona c.a. 10 metra niðrí móti og stoppað á öðrum bíl. Engar teljandi skemmdir en alveg ótrúlegt að bíllinn hafi runnið svona.

Maður dagsins er Kenneth Breiðfjörð enda tók hann sig til í dag og seldi auglýsinguna á forsíðuna á "...upp í vindinn" á 160 kjell í dag.



Kenneth og Andri, meðan allt lék í lyndi