Temmileg vonbrigði með leikinn hjá Utd í gær. Voru yfirspilaðir á löngum köflum en spilamennska Milan var reyndar í þvílíkum klassa að ég sé ekkert lið stöðva það ef það spilar eins og það gerði í gær. Leikurinn hefði reyndar þróast öðruvísi hefðu Scholes eða Fortune asnast til að setj'ann úr dauðafærunum í gær og svo var markið náttúrulega algjört klúður. Utd á samt helling inni og verður gaman að sjá Nistelrooy í seinni leiknum, kominn í leikæfingu, því hann stóð sig vel eftir að hann kom inná.
Vísindaferð í VSB á föstudaginn en ég stefni nú á að vera í rólegri kantinum. Það getur hins vegar oft verið fljótt að breytast eins og sagan hefur sýnt sig. Svo er árshátíð eftir viku sem verður á hótel Selfossi og er 2. árið búið að skora á okkur á 3. árinu í fótboltaleik á Selfossi í hádeginu á árshátíðardaginn. Ég er búinn að henda kippu á að við vinnum þennan leik sem við að sjálfsögðu gerum. Það dugar ekkert að treysta á e-a meistaraflokkssultu til að redda þessum leik. Hann verður unnin með byggingarhjartanu og engu öðru.
Látum Miðjuna eiga síðasta orðið
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim