þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Fékk þokkalegt sjokk fyrir helgi þegar ég fékk e-mail frá University of Washington þar sem mér var tjáð að einkunnirnar úr TOEFL og GRE hefðu ekki borist. Ég fékk að redda því með því að senda afrit af þeim út á e-maili. Í kjölfarið ákvað ég að tjekka á því hvort "Valle" stofnunin hefði fengið eintak af einkunnunum mínum og komst að því að þær átti ég að senda út fyrir 1. febrúar og hafði steingleymt því. Ég skilaði umsóknunum í októberlok þ.a. þetta hefði verið þokkalegt klúður. Sendi e-mail um leið og bað um að fá að skila þessu á e-mail sem var svo allt í lagi. Miðað við hvað allt þetta umsóknakerfi í Bandaríkjunum er flókið átti ég alveg eins von á því að vera búinn að klúðra þessu. Þar sem þetta er eini skólinn sem ég er að sækja um og ég hef ekki áhuga á master við HÍ þá er ég svolítið mikið að treysta á þennan styrk.
Frekar dapur pistill en hef reyndar frá svo svakalega litlu að segja. Tók reyndar Breiðnefinn í gegn í Snóker í kvöld en það eru svo sem engar fréttir.

Tom Hanks og Meg Ryan höfðu það helvíti gott í Seattle