sunnudagur, febrúar 20, 2005

Vísindaferð í Verkfræðingafélagið á föstudaginn. Bara nokkuð nett ferð og svo kíktu nokkur úr Byggingunni til Gyðu áður en haldið var í bæinn. Í bænum fórum við Atli og Steini á Celtic Cross sem væri ekki frásögur færandi nema þar var trúbadorinn Garðar Garðarsson að stíga á stokk. Við sátum á borðinu næst trúbadornum og að sjálfsögðu kallaði ég á minn mann og spurði hvort hann væri ekki til í e-r óskalög og taldi upp e-a slagara, "Spáðu í mig", "Aldrei fór ég suður" og e-ð þar frameftir götunum. En nei nei, gaurinn eða celeb-ið eins og ég vil kalla hann lét eins og hann tæki ekki eftir mér. Leit ekki einu sinni í áttina til okkar. Spilaði e-ð lag og svo bað ég hann aftur um óskalag. Aftur leit hann ekki á okkur. Ég var orðinn temmilega pirraður og fór að öskra "Garðar, Garðar, Garðar" o.s.frv. bara til að ná athygli hans því við vorum jú þeir einu sem vorum að hlusta á hann en nei. Endaði náttúrulega á því að við fórum. Auðvitað var ég á eyrunum en ég byrjaði ekki að vera pirrandi kráargesturinn fyrr en hann hafði ítrekað ignorað mig. Þessi gaur er svona 35 ára, einhleypur, býr hjá mömmu sinni og pabba en hefur samt þá trú að hann sé e- r hetja. Vá, ég er eiginlega ennþá pirraður.
Skjótt skipast veður í lofti. Þangað til á fimmtudaginn hélt ég að ég væri einn um að sækja um þennan Seattle styrk. Eftir tvö mismunandi samtöl á fimmtudag og föstudag hef ég komist að því að a.m.k. 6 aðrir eru að sækja um hann. Möguleikarnir hafa því snarminnkað á no-time. Shit hvað ég verð fúll ef ég kemst ekki út í haust.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim