mánudagur, febrúar 28, 2005

Nett helgi að vanda, ekkert lært og reyndar óvenju róleg djammlega séð.
Öflugur föstudagur þar sem ég aldrei þessu vant mundi eftir afmælinu hennar mömmu (reminder að gera góða hluti) og spanderaði í þennan eðalskrifborðsstól sem ég sit í einmitt núna. Kíkti svo til Sigga Jóns í Lotto umboðið og fékk tvö pör af fótboltaskóm á 4000 kall og svo henti kallinn legghlífum með í pokann.
Vísindaferð í VSB um kvöldið þar sem móttökurnar voru ljómandi fínar, enginn fyrirlestur heldur var hægt að ganga um stofuna og skoða hvað hver og einn var að gera. Svo var e-ð döpur stemmning á Pravda þ.a. við gamli maðurinn skelltum okkur í 1. árs partý þar sem Greining Burðarvirkja varð að miklu umræðuefni eins og vænta mátti. Þá var hárið á öllum slétt með þess lags járni og sing star í græjunum. Eðalhópur þar á ferðinni.
Sá Ray í gærkvöldi og fannst mér hún virkilega góð. Það eina sem ég þekkti til Ray Charles fyrir myndina var hlutverk hans í Blues Brothers þar sem hann fór á kostum. Nú veit ég töluvert meira um hann og efast ég ekki um að sala á tónlist hans eigi eftir að aukast mikið í kjölfar myndarinnar. Ég vissi ekki einu sinni að hann ætti lagið "hit the road Jack" sem er náttúrulega snilldarlag. Er þar með búinn að sjá 3 af 5 sem voru tilnefndar og sú fjórða bætist í hópinn annað kvöld en þá ætlar bekkurinn að hittast og horfa á "Million Dollar Baby" sem var einmitt valin besta myndin í nótt.

Mjög sérstakt hvernig Ray tók alltaf utan um sjálfan sig þegar honum var fagnað af áheyrendunum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim